Arnór Ingvi Traustason skoraði stórkostlegt mark fyrir lið Malmö í gær er liðið mætti CFR Cluj í Meistaradeildinni.
Arnór og félagar eru komnir áfram í næstu umferð eftir að hafa unnið viðureignina samanlagt, 2-1.
Arnór var á skotskónum í gær en hann gerði eina mark Malmö í 1-1 jafntefli í Svíþjóð.
Arnór ákvað að láta vaða á markið af löngu færi og söng boltinn í netinu og átti markvörður rúmenska liðsins ekki möguleika.
Stórkostlegt mark sem má sjá hér fyrir neðan.
Traustason vient d’en mettre une jolie en deuxième tour préliminaire retour de LDC pour le Malmo FF… pic.twitter.com/fCnYLgXisv
— Stanislas Mourdon (@StanMourdon) 1 August 2018