Spænska landsliðið olli töluverðum vonbrigðum á HM í sumar en liðið hefur nú ráðið fyrrum stjóra Barcelona, Luis Enrique til starfa.
Sergi Roberto, bakvörður Barcelona, var ekki valinn í HM hóp Julen Lopetegui í sumar þrátt fyrir að spila reglulega fyrir spænska stórliðið.
Roberto viðurkennir að hann skilji ekki þá ákvörðun en vonast nú til að fá tækifæri undir Enrique sem hann þekkir vel.
,,Ég var sannfærður um það að ég yrði valinn til að fara á HM,“ sagði Roberto við blaðamenn.
,,Stjórinn ákvað þó á endanum að velja aðra leikmenn. Ég þurfti því að horfa á mótið í sjónvarpinu.“
,,Luis Enrique var mér mjög mikilvægur, hann gaf mér minn fyrsta leik hjá B liði Barcelona og valdi mig reglulega í aðalliðið.“
,,Ef ég kemst aftur í landsliðið þá yrði það mjög gott.“