Ander Herrera, leikmaður Manchester United, skilur vel að Jose Mourinho, stjóri liðsins, sé pirraður þessa dagana.
Mourinho hefur verið pirraður í sumar en margar stjörnur United eru enn í fríi og hafa ekki tekið þátt á undirbúningstímabilinu.
Portúgalinn hefur mikið kvartað undan því og talar um að hann sé bara að vinna með krökkum þessa stundina.
,,Hann hefur rétt fyrir sér og ég er sammála honum. Það hlýtur að vera erfitt að vinna með hóp þar sem 50 prósent af leikmönnunum eru leikmenn sem þú notar í framtíðinni,“ sagði Herrera.
,,Það er ekki hægt að vinna mikið með taktík því þessir leikmenn gætu verið á förum endanlega eða á láni. Þetta er erfitt fyrir hann.“
,,Þetta er líka erfitt fyrir okkur. Við vissum þó fyrir fram að þetta yrði svona. Þetta er fimmta undirbúningstímabilið mitt hérna og það furðulegasta hingað til.“