KR 2-1 Þór/KA
1-0 Tijana Krstic(16′)
2-0 Mia Gunter(70′)
2-1 Sandra Mayor Gutierrez(71′)
Íslandsmeistararnir í Þór/KA töpuðu sínum fyrsta leik í Pepsi-deild kvenna í kvöld.
Þór/KA var taplaust eftir fyrstu 12 umferðir deildarinnar en heimsótti KR í Vesturbæinn í kvöld.
KR stúlkur hafa verið í miklu basli í allt sumar en liðið var fyrir leikinn með níu stig, jafn mörg stig og Grindavík sem situr í fallsæti.
Þær svarthvítu gerðu sér þó lítið fyrir og unnu frábæran 2-1 sigur á Íslandsmeisturunum í kvöld.
Tijana Krstic kom KR yfir áður en Mia Gunter bætti við öðru í síðari hálfleik. Sandra Mayor Gutierrez minnkaði muninn fyrir gestina en það dugði ekki til og lokastaðan, 2-1.