Saint-Etienne í Frakklandi hefur staðfest komu varnarmannsins Timothée Kolodziejczak frá Tigres í Mexíkó.
Kolodziejczak er franskur varnarmaður en hann lék lengi með Lyon og Nice í heimalandinu áður en hann hélt út.
Sevilla keypti Kolodziejczak árið 2014 og var hann þar í þrjú ár áður en hann samdi við Borussia Monchengladbach.
Þar spilaði Frakkinn aðeins einn leik og fór til Tigres í Mexíkó á síðasta ári þar sem spilatíminn var einnig takmarkaður.
Nú er Kolodziejczak mættur aftur heim og hefur gert eins árs langan lánssamning við St. Etienne.
Liðið ákvað að kynna Kolodziejczak til leiks með því að spila Scrabble og gerir þar með aðeins grín að nafni leikmannsins sem er gríðarlega langt.
— AS Saint-Etienne (@ASSEofficiel) 1 August 2018