Lee Grant, markvörður Manchester United, neitar því að Jose Mourinho, stjóri liðsins, sé að koma með neikvæðni inn í leikmannahóp liðsins.
Mourinho hefur hljómað ansi neikvæður í fjölmiðlum á tímabilinu en Grant segir að sannleikurinn sé annar.
Grant talar á meðal annars um það hvað Mourinho sagði eftir 4-1 tap gegn Liverpool í æfingaleik á dögunum.
,,Miðað við andrúmsloftið á æfingasvæðinu þá er ekkert nema jákvæðni hérna,“ sagði Grant.
,,Hann kom meira að segja til okkar eftir Liverpool leikinn og talaði vel um hvað við höfðum gert sem lið og sem liðsheild.“
,,Við erum að fá jákvæð skilaboð frá þjálfaranum og það er mikilvægt fyrir framtíðina.“
,,Hvernig hann er og hegðun hans á svæðinu er frábær og hann hjálpar okkur mikið, sérstaklega þegar við erum undirmannaðir og erum að reyna okkar besta.“