Barcelona á Spáni tryggði sér vængmanninn Malcom í sumar en hann kemur til félagsins frá Bordeaux í Frakklandi.
Malcom var við það að ganga í raðir Roma áður en Barcelona kom til sögunnar á síðustu stundu og tryggði sér leikmanninn.
Kostas Manolas, varnarmaður Roma, hefur nú látið Malcom heyra það en liðin mættust í ICC æfingamótinu í nótt.
,,Ég veit ekki hver hann er og ég þekki hann ekki,“ sagði Manolas í samtali við Marca.
,,Áður en hann skrifaði undir samning við Barcelona þá hafði hann sjálfur ekki hugmynd um hvað nafnið hans væri.“
,,Það er engin ástæða fyrir okkur að heilsa honum. Hann vildi ekki fara til Roma og það er betra að hann hafi farið til Barcelona.“