Framherjinn Gonzalo Higuain hefur staðfest það að hann sé að yfirgefa lið Juventus á Ítalíu.
Higuain er 30 ára gamall sóknarmaður en hann kom til Juventus frá Napoli árið 2016 og hefur gert 40 deildarmörk í 73 leikjum.
Eftir komu Cristiano Ronaldo í sumar er ekki pláss fyrir Higuain í byrjunarliðinu og er hann að skrifa undir hjá AC Milan.
Higuain hefur nú staðfest það að hann sé á leið til AC Milan en hann fer í læknisskoðun á morgun.
,,Á morgun mun ég fara í læknisskoðun og mun vonandi skrifa undir samninginn,“ sagði Higuain.
,,Ég vil þakka stuðningsmönnum AC Milan en líka stuðningsmönnum Juventus því þeir hafa alltaf sýnt mér stuðning.“