

Zlatan Ibrahimovic, leikmaður LA Galaxy, er vanur því að spila á stærstu völlum Evrópu eftir mjög glæstan feril.
Zlatan hefur leikið með liðum á borð við Juventus, Inter Milan, AC Milan, Paris Saint-Germain og Manchester United á ferlinum.
Zlatan er aðeins kominn á aldur og ákvað í mars að skrifa undir hjá LA Galaxy í Bandaríkjunum og hefur hann raðað inn mörkum þar
Zlatan var í dag spurður út í andrúmsloftið á vellinum í Los Angeles en hann er ekki of hrifinn.
,,Þessi völlur er of lítill fyrir mig. Ég er vanur því að hlusta á 80 þúsund manns flauta á mig,“ sagði Zlatan.
,,Hérna þá hlusta ég á 20 þúsund manns flauta á mig. Þetta er eins og að vera á æfingu.“