

Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hefur skrifað undir samning við lið Frosinone á Ítalíu.
Þetta staðfesti félagið í dag en Emil kemur til félagsins frá Udinese þar sem hann hefur leikið síðustu tvö ár.
Frosinone eru nýliðar í Serie A á Ítalíu og vildu fá reynslu Emils til að hjálpa liðinu að halda sér í efstu deild.
Emil hefur lengi leikið á Ítalíu en hann var á mála hjá Reggina og Verona áður en hann samdi við Udinese.
Miðjumaðurinn gerir tveggja ára samning við Frosinone en hann er í dag 34 ára gamall.