

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur tjáð sig um myndband sem birtist af honum eftir leik Liverpool við Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar.
Klopp var myndaður ásamt þýskri hljómsveit eftir leikinn þar sem hann og meðlimir hljómsveitarinnar sungu saman.
Sungið var á meðal annars um hvað öll heppnin hafi verið með Real í úrslitaleiknum en spænska liðið hafði betur, 3-1.
Þjóðverjinn litríki viðurkennir að hann hafi fengið sér aðeins of mikið af áfengi eftir leikinn sem og vinir hans í bandinu.
,,Það höfðu allir augljóslega fengið sér aðeins of mikið að drekka,“ sagði Klopp í samtali við Goal.
,,Þegar það gerist þá er besta að setja alla símana til hliðar! Það er besta ráðið sem ég get gefið.“