

Þór í Inkasso-deild karla hefur fengið afar góðan liðsstyrk fyrir komandi átök í toppbaráttunni.
Þórsarar stefna upp í Pepsi-deildina en liðið er í fjórða sæti Inkasso-deildarinnar aðeins þremur stigum frá toppliði HK.
Jóhann Helgi Hannesson skrifaði í dag undir samning við Þór að nýju en hann kemur til liðsins frá Grindavík.
Jóhann spilaði sinn síðasta leik fyrir Grindavík í gær en hann byrjaði leik liðsins í 2-0 tapi gegn KR.
Jóhann er uppalinn hjá Þór og haðfi leikið með liðinu allan sinn feril áður en hann fór til Grindavíkur í sumar.
Jóhann á að baki 211 leiki fyrir Þór og hefur gert í þeim 61 mark. Hann gengur endanlega í raðir uppeldisfélagsins.