fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Ingó Veðurguð lætur í sér heyra – ,,Þessi spilar aðallega fyrir liðið enda alltaf í toppbaráttu”

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 31. júlí 2018 19:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Þórarinsson, leikmaður Norrkoping, hefur fengið mikið hrós fyrir sína frammistöðu í Svíþjóð.

Guðmundur hefur verið fastamaður í liði Norrkoping en liðið er í toppbaráttu og situr í þriðja sæti deildarinnar eftir 15 umferðir.

Guðmundur hefur verið á mála hjá Norrkoping í eitt ár en hann kom þangað eftir dvöl hjá Rosenborg í Noregi.

Miðjumaðurinn hefur spilað fyrir Sarpsborg, Nordsjælland, Rosenborg og Norrkoping í atvinnumennsku en hann er uppalinn á Selfossi.

Ingólfur Þórarinsson, bróðir Guðmundar, setti inn athyglisverða færslu á Facebook síðu sína í dag.

Þar talar Ingólfur um frammistöðu bróður síns sem fékk hrós frá Jens Gustafsson, þjálfara Norrkoping en hann sagði í viðtali á dögunum að Guðmundur væri líklega besti leikmaður deildarinnar í sinni stöðu.

Guðmundur er miðjumaður en hann hefur leyst stöðu bakvarðar á þessu tímabili með sænska liðinu og hefur staðið sig frábærlega.

Ingólfur segir að bróðir sinn sé óskiljanlega ‘undir radarnum’ hjá Íslendingum en hann á aðeins þrjá landsleiki að baki.

,,Það sem er kannski erfiðast í þessum harða heimi er stöðugleiki og það gleymist kannski þegar allskonar menn poppa upp og reyna alltaf alltof mikið á kostnað liðsins, þessi spilar aðallega fyrir liðið enda alltaf i toppbarátttu. Nú læt ég af rantinu, áfram Selfoss,“ skrifar Ingólfur á meðal annars.

Færslu hans má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar
433Sport
Í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær
433Sport
Í gær

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“
433Sport
Í gær

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins
433Sport
Í gær

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt