

Willian, leikmaður Chelsea á Englandi, hefur mikið verið orðaður við önnur félög í sumarglugganum.
Brassinn hefur verið í fríi síðustu vikur eftir að hafa spilað með landsliðinu á HM í Rússlandi.
The Times greinir frá því í dag að Willian hafi átt að snúa aftur til æfinga á föstudaginn en lét ekki sjá sig.
Willian hefur sagt Chelsea að hann sé í veseni með eigið vegabréf og á í vandræðum með að komast aftur til Englands.
Það eru alls ekki allir á Stamford Bridge sem kaupa þessa afsökun Willian sem er á óskalista Barcelona, Real Madrid og Manchester United.
Óvíst er því hvenær leikmaðurinn mætir aftur til æfinga en hann sagði þó í viðtali í gær að hann væri ánægður í London.