

Gianluigi Buffon skrifaði undir samning við Paris Saint-Germain í sumar eftir margra ára dvöl hjá Juventus.
Buffon er fertugur í dag en hann hefur lengi verið talinn einn allra besti markvörður Evrópu.
Ítalinn býst ekki við að labba inn í byrjunarlið PSG en honum var alls ekki lofað byrjunarliðssæti á næstu leiktíð.
,,Ég hef ekki talað við neinn en það er mikilvægt fyrir mig að koma einu á hreint,“ sagði Buffon.
,,Á mínum 24 ára ferli þá hefur enginn lofað mér því að ég verði markvörður númer eitt.“
,,Ég trúi því að allir leikmenn þurfi að æfa sig og komast í sitt besta form og spila svo þegar félagið þarf á þeim að halda.“