

Anderson, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur fundið sér nýtt lið eftir dvöl í heimalandinu.
Anderson er snúinn aftur til Evrópu en hann lék síðast með Internacional og Coritiba í Brasilíu.
Anderson er 30 ára gamall í dag en hann var í átta ár hjá Manchester United og spilaði 105 leiki.
Anderson hefur gert samning við lið Adana Demirspor í Tyrklandi en liðið leikur í næst efstu deild.
Miðjumaðurinn býr yfir mikilli reynslu en hann vann deildina fjórum sinnum með United og Meistaradeildina einu sinni.
Einnig á Anderson að baki átta landsleiki fyrir Brasilíu og vann copa America árið 2007.