fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Plús og mínus – Hræddir við boltann?

Victor Pálsson
Mánudaginn 30. júlí 2018 21:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR vann mikilvægan sigur í Pepsi-deild karla í kvöld er liðið vann Grindavík með tveimur mörkum gegn engu.

KR skoraði mörk sín seint í leiknum en Óskar Örn Hauksson og Björgvin Stefánsson sáu um að tryggja KR stigin þrjú.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Það er hægt að tala um veðrið, loksins er veðrið aðeins að taka við sér. Frábærar aðstæður í Vesturbænum í kvöld.

Grindvíkingar mega alveg fá hrós fyrir sína frammistöðu. Voru sterkir varnarlega lengi vel en þurftu á endanum að sætta sig við tap eftir tvö mörk undir lok leiksins.

Ég sagði það í síðasta leik KR í 1-0 sigri á Stjörnunni að liðið væri sterkara varnarlega án Albert Watson. Ég held að það sé alveg klárt mál, voru ekki eins veikir í að verjast skyndisóknum.

Óskar Örn Hauksson skoraði fyrir KR í dag beint úr aukaspyrnu. Hann tryggði liðinu einnig sigur úr aukaspyrnu gegn Stjörnunni í síðustu umferð, það er ansi vel gert!

Mínus:

Það vantaði alveg dauðafærin og jafnvel hálffærin í þennan leik. KR reyndi mikið en Grindvíkingar voru öflugir aftast nánast allan leikinn þar til undir lok leiksins er liðið missti hausinn.

KR komst ófáum sinnum í góða fyrirgjafastöðu en sendingarnar voru nánast alltaf lélegar. Með fram grasinu og beint á gulan leikmann. Þurfa að vinna í þessu.

Aukaspyrnumark Óskars. Boltinn fór í gegnum varnarvegg Grindvíkinga sem virtust hræddir við að fá boltann í sig. Hvað er það? Má ekki.

Það vantaði þá klárlega meira púður í sóknarleik Grindvíkinga. Buðu upp á mjög takmarkað fram á við og ógnuðu mjög lítið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Í gær

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall