fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
433Sport

Plús og mínus – Hvernig færðu mark á þig úr þessu?

Victor Pálsson
Sunnudaginn 29. júlí 2018 21:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan vann stórsigur í Pepsi-deild karla í kvöld er liðið heimsótti Víking Reykjavík í 14. umferð sumarsins.

Stjarnan komst yfir eftir aðeins 14 sekúndur í kvöld og bættu svo við þremur mörkum í öruggum 4-0 sigri.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Ég held að Stjörnumenn hafi sjaldan skemmt sér jafn mikið í sumar og í kvöld. Spilamennska liðsins var einfaldlega æðisleg á tímum.

Hilmar Árni Halldórsson gerði tvö mörk fyrir Stjörnuna í kvöld. Hann er nú aðeins fjórum mörkum frá markametinu sem stendur í 19 mörkum.

Stjarnan tapaði gegn KR í síðustu umferð en sá leikur er úr sögunni. Liðið mætti gríðarlega grimmt til leiks og skoraði fyrsta markið eftir 14 sekúndur!

Stjarnan lyftir sér á toppinn með sigrinum í kvöld en liðið er með 28 stig eins og Valur sem er með verri markatölu. Valsmenn eiga þó leik til góða.

Eyjólfur Héðinsson skoraði eitt af mörkum sumarsins í kvöld. Átti frábært skot fyrir utan teig er hann kom Stjörnunni í 2-0, smellhitti knöttinn og átti Andreas Larsen aldrei séns.

Mínus:

Sölvi Geir Ottesen er meiddur og lék ekki með Víkingum í kvöld. Vörn liðsins var í algjöru bulli á tímum og er útlitið svart ef Sölvi verður lengi frá.

Það hjálpar Víkingum ekki neitt að missa af Kára Árnasyni sem er farinn til Tyrklands. Hefði gert mikið fyrir Víkinga sem eru nú sjö stigum frá fallsæti.

Víkingar gerðu í raun ekkert í kvöld. Spilamennskan var bara léleg og þá sérstaklega varnarleikurinn, heppnir að fá ekki á sig fleiri mörk.

Geoffrey Castillion er mættur aftur í Víkina en hann gerði ekki mikið í kvöld. Elti bolta í byrjun og vildi sanna sig en fékk lítið í hendurnar og kannski ekki við hann að sakast. 

Hvernig færðu mark á þig eftir 14 sekúndur þegar þú byrjar með boltann? Alveg hreint út sagt ömurleg byrjun hjá Víkingum.

Það er ekki mikið hægt að setja út á leik Stjörnunnar. Haraldur Björnsson, markmaður, var þó nokkuð tæpur með sínar spyrnur í kvöld. Þrumaði boltanum oft á fyrsta mann eða nálægt fyrsta manni er hann ætlaði að negla honum langt upp völlinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Birnir Breki til ÍA
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mourinho sagður vera að fá nóg í starfinu – Fær ekkert sem hann vill

Mourinho sagður vera að fá nóg í starfinu – Fær ekkert sem hann vill
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mikið fjallað um kærasta Sveindísar í fjölmiðlum

Mikið fjallað um kærasta Sveindísar í fjölmiðlum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Brighton að missa lykilmann fyrir 19 milljónir

Brighton að missa lykilmann fyrir 19 milljónir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mahrez ósammála Ronaldo sem vill meina að hann sé í einni bestu deild heims

Mahrez ósammála Ronaldo sem vill meina að hann sé í einni bestu deild heims
433Sport
Í gær

Segir að allir viti að hann fari sumarið 2026

Segir að allir viti að hann fari sumarið 2026
433Sport
Í gær

Hafnaði 6-7 stærri liðum fyrir utandeildina

Hafnaði 6-7 stærri liðum fyrir utandeildina
433Sport
Í gær

Ekki valinn í 29 manna hóp Liverpool og framhaldið nokkuð skýrt

Ekki valinn í 29 manna hóp Liverpool og framhaldið nokkuð skýrt
433Sport
Í gær

Segir það erfitt að mæta Gyokores – Gætu spilað saman í vetur

Segir það erfitt að mæta Gyokores – Gætu spilað saman í vetur