Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hvetur stuðningsmenn liðsins til að sleppa því að mæta á leiki liðsins á undirbúningstímabilinu.
Mourinho og félagar í United töpuðu 4-1 fyrir Liverpool í nótt en margir ungir leikmenn fengu tækifæri í leiknum sem fór fram í Michigan.
Mourinho segir að fótboltinn hafi ekki verið sá skemmtilegasti í nótt og myndi sjálfur sleppa því að borga sig inn á svona leik.
,,Stemningin vart góð en ef ég væri þeir þá myndi ég ekki koma hingað. Ég myndi ekki borga til að horfa á þessi lið,“ sagði Mourinho.
,,Ég horfði til dæmis á Chelsea gegn Inter í sjónvarpinu í dag. Fólkið þar ákvað að ströndin væri betri svo leikvangurinn var tómur.“