Samkvæmt veðbönkum á Englandi er ansi líklegt að Jose Mourinho verði ekki lengi í starfi sem stjóri Manchester United á næstu leiktíð.
Mourinho hefur verið stjóri United undanfarin tvö tímabil en hann er í raun ekki vanur að stoppa og lengi hjá einu félagi.
Pressa er á Portúgalanum að skila titli á næstu leiktíð eftir að hafa styrkt félagið verulega síðustu árin.
Javi Gracia, stjóri Watford, er talinn líklegastur til að fá sparkið en þar á eftir kemur Mourinho með stuðulinn 7/1.
Eigendue Watford eru mjög litríkir og hika ekki við að skipta um stjóra ef þeim líst ekki á blikuna.
Hér má sjá lista yfir þá líklegustu til að fá sparkið.