Jose Mourinho, stjóri Manchester United, vill fá varnarmann til félagsins áður en félagaskiptaglugginn lokar.
United hefur verið orðað við nokkra leikmenn og má nefna þá Leonardo Bonucci, Harry Maguire og Toby Alderweireld.
Óvíst er þó hvort United geti tryggt sér leikmann áður en glugginn lokar snemma í næsta mánuði.
Samkvæmt enskum miðlum íhugar Mourinho að nota Nemanja Matic í vörn liðsins á næstu leiktíð.
Mourinho treystir Matic vel en þeir unnu saman hjá Chelsea áður en hann keypti Serbann til United.
Plan B hjá Mourinho er víst að nota Matic í vörninni en hann spilar yfirleitt sem djúpur miðjumaður.