Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Manchester United, skoraði sitt fyrsta mark í MLS deildinni í nótt.
Rooney gekk í raðir DC United þar í landi fyrr í sumar eftir stutt stopp hjá Everton.
Rooney gerði sitt fyrsta mark í 2-1 sigri á Colorado Rapids en sigurinn er mikilvægur fyrir DC sem er við botninn.
Rooney skoraði fínt mark í sigri DC en hann varð einnig fyrir því óláni að nefbrotna í leiknum.
Rooney skoraði á fyrrum samherja sinn í marki Colorado Rapids en með liðinu leikur Tim Howard.
Howard stóð í marki Colorado í gær en hann er fyrrum leikmaður Everton og United á Englandi.
Wayne Rooney got his first goal for DC United against former teammate Tim Howard last night. (via @MLS) pic.twitter.com/6d7K71unnx
— Photos of Football (@photosofootball) 29 July 2018