Emil Hallfreðsson, leikmaður Udinese, er að skrifa undir samning hjá nýju liði. Calciomercato á Ítalíu greinir frá.
Emil hefur undanfarin tvö ár spilað með Udinese í efstu deild og á að baki 58 deildarleiki fyrir liðið.
Emil er 34 ára gamall í dag en hann var áður á mála hjá Reggina og Verona á Ítalíu. Hann var í fimm tímabil hjá Verona.
Íslenski landsliðsmaðurinn er nú að skrifa undir hjá sínu fjórða liði á Ítalíu, Frosinone.
Samkvæmt Calciomercato skrifar Emil undir tveggja ára samning við Frosinone sem spilar í Serie A sem er efsta deild á Ítalíu.
Frosinone tryggði sæti sitt í efstu deild á síðustu leiktíð en liðið hafnaði í þriðja sæti Serie B.