Barcelona á Spáni hefur staðfest það að franski varnarmaðurinn Lucas Digne sé á leið frá félaginu.
Barcelona gaf frá sér tilkynningu í kvöld þar sem greint er frá því að Digne sé farinn heim til Barcelona til að ganga frá félagaskiptum.
Þessi 25 ára gamli leikmaður er á leið til Everton en hann mun kosta enska liðið 25 milljónir punda.
Digne kom til Barcelona frá Paris Saint-Germain árið 2016 og hefur síðan þá leikið 29 deildarleiki.
Digne var áður fastamaður hjá Roma í eitt tímabil á láni frá PSG og á að baki 21 landsleik fyrir Frakkland.
Með Everton leikur Gylfi Þór Sigurðsson og er hann því að fá öflugan samherja fyrir næsta tímabil.