Thomas Tuchel, nýr stjóri Paris Saint-Germain, segir að það hafi aldrei komið til greina hjá sér að taka við liði Arsenal á Englandi.
Tuchel var sterklega orðaður við Arsenal eftir að ljóst var að Arsene Wenger myndi yfirgefa félagið í sumar.
Tuchel kemur til PSG frá Borussia Dortmund í Þýskalandi en hann hafði tekið ákvörðun að fara til Frakklands áður en hann heyrði af lausu starfi hjá Arsenal.
,,Ég tók mína ákvörðun áður en Arsene Wenger tók sína ákvörðun,“ sagði Tuchel.
,,Ég ræddi aldrei við þá og ég ákvað að fara til Frakklands áður en Wenger ákvað að stíga til hliðar.“
,,Ég veit ekki hvort ég hafi átt að taka við honum eða ekki. Ég hugsaði ekki út í það.“