Það vakti athygli á dögunum er sóknarmaðurinn Malcom skrifaði undir samning við Barcelona á Spáni.
Malcom var samningsbundinn Bordeaux í Frakklandi og var á leið í læknisskoðun hjá Roma á Ítalíu.
Barcelona blandaði sér hins vegar í málið á síðustu stundu og ákvað leikmaðurinn að fara til Spánar frekar en Ítalíu.
Samkvæmt fréttum kvöldsins þá var það ekki Ernesto Valverde, stjóri Barcelona, sem vildi fá Malcom.
Valverde hafði ekki mikinn áhuga á að stela Malcom frá Roma en stjórn félagsins tók þessa ákvrðun.
Það verður því fróðlegt að sjá hvaða hlutverk Malcom fær á næstu leiktíð en hann er aðeins 21 árs gamall og á því framtíðina fyrir sér.