Robert Lewandowski, framherji Bayern Munchen, hefur sagt félaginu að hann vilji komast burt í sumar.
Sky Sports greinir frá þessu í dag en Lewandowski hefur verið orðaður við brottför í allt sumar.
Samkvæmt Sky hefur Lewandowski rætt við Niko Kovac, nýjan stjóra Bayern, og sagt honum að hann vilji komast burt.
Real Madrid er sagt hafa áhuga á framherjanum en spænska liðið leitar að manni til að taka við af Cristiano Ronaldo.
Umboðsmaður Lewandowski gaf það út í byrjun sumars að Pólverjinn hefði áhuga á því að reyna fyrir sér hjá nýju félagi.
Lewandowski er samningsbundinn Bayern til ársins 2021 en hann kom til félagsins árið 2014 frá Borussia Dortmund.