Mesut Özil, leikmaður Arsenal á Englandi, spilaði með liðinu í dag í öruggum sigri á Paris Saint-Germain í æfingaleik.
Özil skoraði fyrsta mark Arsenal í flottum sigri á ungu liði PSG en Arsenal hafði að lokum betur, 5-1.
Leikur dagsins var spilaður í Singapor en dómarar þar í landi eru ekki vanir að fá að dæma svo stóra leiki.
Það vakti athygli fyrir leikinn að dómari leiksins bað Özil um eiginhandaráritun áður en flautað var til leiks.
Dómarinn bað Özil um að skrifa nafn sitt á gula spjaldið og ljóst er að hann er mikill aðdáandi miðjumannsins.
Þjóðverjinn var til í að gera það með bros á vör eins og má sjá á meðfylgjandi myndum.
Sjón er sögu ríkari en myndir af þessu má sjá hér.