Chelsea spilaði æfingaleik við lið Inter Milan í kvöld en liðin áttust við í ICC mótinu. Spilað var í Frakklandi.
Chelsea tók forystuna snemma leiks er Pedro kom boltanum í netið áður en Roberto Gagliardini jafnaði fyrir Inter.
Venjulegum leiktíma lauk með 1-1 jafntefli en Chelsea hafði svo betur eftir vítakeppni, 5-4.
Eftir leik fékk ungur stuðningsmaður óvæntan glaðning er fyrirliði Chelsea í leiknum, Cesar Azpilicueta yfirgaf völlinn.
Azpilicueta klæddi sig úr treyjunni áður en ungur strákur kom hlaupandi inn á völlinn og vildi ólmur fá treyju Spánverjans.
Azpilicueta hafði ekkert á móti því og fer ungi strákurinn því afar glaður heim eftir annars skemmtilegan fótboltaleik.
Myndband af þessu má sjá hér.
Class, @CesarAzpi! ? #CFCinNice pic.twitter.com/697hi0DukL
— Chelsea FC (@ChelseaFC) 28 July 2018