Thomas Tuchel, stjóri Paris Saint-Germain, segir að sínir menn hafi átt engan séns gegn Arsenal í dag.
Tuchel stillti upp mjög ungu liði gegn sterku liði Arsenal en þeir ensku höfðu betur að lokum 5-1.
,,Ég tek þetta á mig. Ég sá okkur spila boltanum vel á milli okkar gegn Bayern og hélt við værum tilbúnir,“ sagði Tuchel.
,,Þetta snerist líka um gæði andstæðingsins sem er lið í ensku úrvalsdeildinni og getur spilað í hvaða keppni sem er.“
,,Gæðin þeirra á boltanum voru of mikil. Leikmennirnir reyndu sitt besta og ég get ekki kennt þeim um.“
,,Það er engum vel við að tapa en þegar þú skoðaðir liðið fyrir leikinn þá vissir þú að það væri eiginlega enginn séns fyrir okkur að keppa í þessum gæðaflokki.“