Real Madrid hefur reynt að fá sóknarmanninn Eden Hazard í allt sumar frá enska stórliðinu Chelsea.
Hazard var fyrstur á blað hjá Real yfir þá sem gætu tekið af Cristiano Ronaldo sem fór til Juventus.
Verðmiðinn á Hazard er þó talinn of hár fyrir Real en Chelsea vill fá um 170 milljónir punda fyrir Belgann.
Samkvæmt enskum miðlum vill Maurizio Sarri, nýr stjóri Chelsea, alls ekki losna við helstu stjörnu liðsins.
Sarri er tilbúinn að láta Hazard fá fyrirliðabandið á Stamford Bridge en hann er einmitt fyrirliði belgíska landsliðsins.
Sarri reynir að sannfæra Hazard um að vera um kyrrt en hann er samningsbundinn næstu tvö ári.