Jose Mourinho, stjóri Manchester United, vill meina að Liverpool muni gera allt til að sigra liðið í kvöld er liðin mætast í ICC æfingamótinu í Bandaríkjunum.
Mourinho lét athyglisverð ummæli falla fyrir leik en hann segist vera að stilla upp ‘krakkaliði’ gegn aðalliði Liverpool.
Leikmenn á borð við Ander Herrera, Juan Mata, Alexis Sanchez, Chris Smalling og Matteo Darmian byrja allir hjá United í kvöld.
,,Þetta er aðallið Liverpool gegn krakkaliði Manchester United,“ sagði Mourinho við Neil Jones, blaðamann Goal.
,,Síðustu tvö ár hafa þeir ekki getað sigrað okkur og í dag þá telja þeir sig eiga góða möguleika.“