Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er maður fólksins en hann hefur margoft verið myndaður með stuðningsmönnum liðsins.
Stuðningsmenn Liverpool í Michigan í Bandaríkjunum undirbúa sig nú fyrir leik gegn Manchester United í kvöld.
Liðin mætast Í ICC æfingamótinu í Bandaríkjunum og var Klopp óvænt mættur til að koma gestum á óvart í dag.
Tónlistarmaðurinn Jamie Webster hélt uppi stuðinu á bar í Michigan áður en Klopp kom öllum á óvart og mætti á staðinn.
Klopp fékk sér einn ískaldan bjór með stuðningsmönnum Liverpool og söng með er Webster flutti lagið ‘Allez! Allez! Allez!’.
Myndband af þessu má sjá hér.