Lið Arsenal var í miklu stuði gegn Paris Saint-Germain í dag er liðin áttust við í ICC æfingamótinu.
Arsenal tefldi fram mun sterkara liði en PSG en leikmenn á borð við Mesut Özil, Hector Bellerin, Pierre Emerick Aubameyang og Henrikh Mkhitaryan byrjuðu leikinn.
Það voru ekki margar stjörnur sem byrjuðu leikinn hjá PSG en helst bera að nefna þá Adrien Rabiot og Gianluigi Buffon.
Sigur Arsenal var aldrei í hættu í dag en liðið hafði að lokum betur 5-1.
Özil skoraði fyrsta mark enska liðsins í fyrri hálfleik áður en Alexendre Lacazette bætti við tveimur.
Þeir Rob Holding og Eddie Nketiah sá svo um að fullkomna sigur Arsenal undir lok leiksins.