Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur tjáð sig um brot Sergio Ramos á Mohamed Salah í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fór fram í maí.
Salah meiddist illa á öxl eftir brot Ramos í leiknum sem var spilaður fyrir 63 dögum en Real hafði að lokum betur 3-1 og fagnaði sigri í keppninni þriðja árið í röð.
Ramos fékk mikið af skilaboðum eftir brotið á Salah og hefur Klopp nú látið Spánverjann heyra það.
,,Erum við að opna þessa flösku aftur? Ég hef horft á þetta aftur auðvitað,“ sagði Klopp.
,,Það var einhver sem sýndi mér þetta strax en ef þú horfir á þetta og ert ekki hliðhollur Real Madrid þá er þetta miskunnarlaust og gróft. Þú hugsar ekki ‘Wow! Þetta var góð tækling’. Þetta var miskunnarlaust.“
,,Ég held að Mo hefði ekki alltaf meiðst í þessari stöðu en í þetta skiptið var hann óheppinn.“
,,Ramos sagði mikið af hlutum sem mér líkaði ekki við. Ég var ekki hrifinn af hans viðbrögðum.“
,,Hann lét svona ‘Og hvað? Hvað vilja þeir frá mér, þetta er eðlilegt’. Nei þetta var ekki eðlilegt.“