Gunnar Borgþórsson mun ekki stýra liði Selfoss áfram í Inkasso-deild karla. Þetta staðfesti félagið í kvld.
Gunnar tók við Selfyssingum árið 2015 en liðinu hefur gengið afar illa í sumar og er með 11 stig eftir 13 umferðir.
Selfoss situr í fallsæti en liðið hefur aðeins unnið einn leik af síðustu átta og er því kallað á breytingar.
Tilkynning knattspyrnudeildar Selfoss:
Gunnar Borgþórsson, þjálfari meistaraflokks karla, hefur óskað eftir því við stjórn knattspyrnudeildar að hann stígi til hliðar sem aðalþjálfari liðsins.
Gunnar tók þessa ákvörðun af yfirvegun með hagsmuni klúbbsins að leiðarljósi.
Þegar er hafin leit að þjálfara fyrir meistaraflokk karla.
Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss þakkar Gunnari fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.