Markvörðurinn Carl Ikeme var greindur með hvítblæði í fyrra og hefur verið að berjast við sjúkdóminn undanfarið ár.
Ikeme er 32 ára gamall en hann er samningsbundinn Wolves þar sem hann hefur spilað 207 leiki á ferlinum.
Ikeme hefur verið lánaður til margra liða í gegnum árin en hann hefur nú sagt skilið við fótboltann.
Ikeme hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna 32 ára gamall og einbeitir sér að því að ná heilsu.
Ikeme var mjög fínn markvörður og spilaði hann til að mynda 10 landsleiki fyrir Nígeríu.