Stjarnan 0-2 FCK
0-1 Kenan Kodro(52′)
0-2 Viktor Fischer(58′)
Stjarnan mætti danska stórliðinu FC Kaupmannahöfn í kvöld en leikið var í undankeppni Evrópudeildarinnar.
Stjarnan spilaði góðan leik í fyrri hálfleik og var staðan markalaus er flautað var til leikhlés.
FCK mætti þó mjög sterkt til leiks í þeim síðari og skoraði tvö mörk með stuttu millibili.
Kenan Kodro skoraði fyrra mark FCK á 52. mínútu áður en Viktor Fischer bætti við öðru fjórum mínútum síðar.
Það reyndust einu mörk leiksins og er Stjarnan því í slæmri stöðu fyrir seinni leikinn í Danmörku.