Hapoel Haifa 1-1 FH
0-1 Eddi Gomes(53′)
1-1 S. Papazoglou(65′)
FH er í góðri stöðu í Evrópudeildinni eftir leik við ísraelska liðið Hapoel Haifa í dag.
Fyrri leikur liðanna fór fram í Ísrael í dag og verður seinni leikurinn svo spilaður á Kaplakrikavelli.
FH náði forystunni í Ísrael er Eddi Gomes kom boltanum í netið á 53. mínútu leiksins.
Forysta FH entist í 12 mínútur en heimamenn jöfnuðu metin á 65. mínútu er varamaðurinn Papazaglou skoraði.
Fleiri mörk voru þó ekki gerð og er FH því í vænlegri stöðu fyrir seinni leik liðanna hér heima.