Zlatan Ibrahimovic, leikmaður LA Galaxy, ætlar að mæta á NBA leik á árinu eftir komu LeBron James til Los Angeles Lakers.
Zlatan er aðdáandi LeBron en hefur þó ekki hugmynd um hvort körfuboltastjarnan hafi áhuga á fótbolta eða ekki.
Zlatan veit af því að LeBron á hlut í Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en hefur ekki mikinn tíma fyrir þá staðreynd.
,,Auðvitað mun ég horfa á hann spila körfubolta, ég veit ekki hvort hann hafi áhuga á fótbolta þó að það sé stærri íþrótt, með fullri virðingu fyrir körfubolta,“ sagði Zlatan.
,,Auðvitað mun ég sjá hann. Hann sem íþróttamaður, hann er frábær. Ég sé sjálfan mig sem svona stóran leikmann og hreyfi mig eins og lítil ‘ninja’.“
,,Við munum sjá hvorn annan spila, auðvitað. Ég veit að hann á part í Liverpool en það er rangt lið.“