Manchester United á Englandi hefur spurst fyrir um varnarmanninn Harry Maguire sem spilar með Leicester.
The Mirror greinir frá þessu í kvöld en Maguire hefur verið orðaður við United síðan HM í Rússlandi tók enda.
United hefur sent fyrirspurn til Leicester en bláliðar hafa þó ekki áhuga á að selja enska landsliðsmanninn.
Samkvæmt Mirror er Maguire þó handviss um það að hann verði leikmaður United áður en glugginn lokar þann 10. ágúst.
Maguire var valinn besti leikmaður Leicester á síðustu leiktíð og stóð sig mjög vel á HM með Englandi.
Ljóst er að hann fær ekki að fara ódýrt en Leicester er talið vilja fá 65 milljónir punda fyrir þennan 25 ára gamla strák.