Riyad Mahrez skrifaði undir samning við Manchester City í sumar en hann kom til félagsins frá Leicester City.
Mahrez þarf að sanna sig ef hann ætlar sér byrjunarliðssæti hjá City en hópur liðsins er mun sterkari en hjá Leicester.
Leroy Sane, leikmaður City, er ánægður með komu Mahrez en passar sig á hvað hann segir við nýja félaga sinn.
,,Ég er ánægður með að hann sé kominn hingað. Alltaf þegar við mættum Leicester og hann var með boltann hugsaði ég með með mér ‘ekki gera eitthvað skapandi!’“ sagði Sane.
,,Ég er ánægður með að hann sé kominn til okkar, hann er mjög góður leikmaður og það sést strax.“
,,Hann er mjög góður leikmaður og mjög góð manneskja. Ég get ekki sagt honum það því þá verður hann sterkari en ég og tekur mína stöðu!“