Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, þarf að skila titli á næstu leiktíð eftir að hafa eytt háum upphæðum í nýja leikmenn.
Sky Sports í Þýskalandi greinir frá þessu í kvöld en Klopp hefur fengið marga góða leikmenn til Liverpool undanfarna mánuði.
Virgil van Dijk var keyptur á risaupphæð í janúar og keypti Liverpool svo þá Naby Keita, Fabinho og Alisson Becker í sumar.
Samkvæmt Sky vilja eigendur Liverpool sjá liðið fagna sigri í keppni eins og Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
Liverpool var nálægt því að vinna Meistaradeildina á síðustu leiktíð en liðið tapaði fyrir Real Madrid í úrslitum.
Ef úrslitin eru ekki nægilega góð á næsta tímabili þá mun það setja Klopp undir pressu en hann er ekki ósnertanlegur í sínu sæti.