Lið Burnley mun spila í Evrópudeildinni á morgun í fyrsta sinn í yfir 50 ár eftir magnaða frammistöðu á síðustu leiktíð.
Burnley spilar við skoska liðið Aberdeen en fyrri leikur liðanna af tveimur fer fram í Skotlandi.
Burnley lenti þó í veseni í dag en bilun kom upp í flugvél liðsins og var ekki möguleiki á að ferðast til Skotlands á settum tíma.
Sean Dyche og félagar eru því í veseni hjá UEFA en Dyche og Tom Heaton, fyrirliði, áttu að mæta á blaðamannafund um fimm leitið í dag.
Fyrst var blaðamannafundinum frestað um klukkutíma áður en honum var aflýst vegna seinkun á flugi enska liðsins.
Liðið mun lenda í Skotlandi seint í kvöld fyrir leikinn sem verður spilaðu klukkan 18:45 á morgun.
Reglur UEFA segja það að bæði lið verði að vera mætt til borgarinnar deginum áður og er Burnley því í miklu veseni og gæti átt von á hárri sekt.
Dyche bauðst í kjölfarið til að halda blaðamannafund klukkan 11 morguninn eftir en það er ekki samþykktur tími af UEFA.