Liverpool keypti markvörðinn Alisson frá Roma á dögunum en hann kostar enska liðið um 67 milljónir punda.
Alisson verður aðalmarkvörður Liverpool á næstu leiktíð og tekur við af Loris Karius sem gerði nokkur stór mistök á síðustu leiktíð.
Robbie Fowler, fyrrum leikmaður Liverpool, segir þó að stuðningsmenn Liverpool megi ekki búast við of miklu og að Alisson muni gera mistök eins og aðrir markmenn á Englandi.
,,Alisson er klárlega markvörður í heimsklassa en það er erfitt að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Fowler.
,,Hann mun gera mistök á tímum. David de Gea tók sinn tíma í að komast í gang hjá Manchester United.“
,,Alisson voru kaup sem Liverpool þurfti á að halda. Þeir hafa staðið með Loris Karius á undirbúningstímabilinu en næsta tímabil var alltaf að fara vera erfitt fyrir hann.“