Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, er á meðal þeirra sem eru tilnefndir sem þjálfari ársins hjá FIFA.
Alls 11 þjálfarar eru tilnefndir til verðlaunanna og nokkrir af þeim stýrðu landsliðum á HM.
Stanislav Cherchesov, Didier Deschamps, Zlatko Dalic, Roberto Martinez og Southgate koma allir til greina en þeir eru landsliðsþjálfarar.
Deschamps fagnaði sigri á HM í sumar en hann hafði betur gegn Dalic og króatíska landsliðinu, 4-2 í úrslitum.
Einnig koma til greina margir góðir í Evrópu en Zinedine Zidane þykir líklegur til að fá verðlaunin eftir að hafa unnið Meistaradeildina með Real Madrid.
Hér má sjá þá sem eru tilnefndir.
Gareth Southgate (England)
Massimiliano Allegri (Juventus)
Stanislav Cherchesov (Rússland)
Zlatko Dalic (Króatía)
Didier Deschamps (Frakkland)
Pep Guardiola (Manchester City)
Roberto Martinez (Belgía)
Jurgen Klopp (Liverpool)
Diego Simeone (Atletico Madrid)
Ernesto Valverde (Barcelona)
Zinedine Zidane (Fyrrum stjóri Real Madrid)