Mesut Özil, leikmaður Arsenal, ákvað á dögunum að leggja landsliðsskóna á hilluna.
Özil lék með Þýskalandi á HM í sumar en var gagnrýndur fyrir frammistöðu sína er Þýskaland datt úr leik í riðlakeppninni.
Özil hefur lengi verið einn af mikilvægustu leikmönnum Þýskalands og vann HM með liðinu árið 2014.
Lothar Matthaus, fyrrum leikmaður Þýskalands, telur að landsliðið muni ekki sakna Özil og að frammistaða hans hafi ekki verið upp á marga fiska undanfarið.
,,Mesut stóð sig vel með Þýskalandi fyrir nokkrum árum en undanfarið eitt og hálft ár hefur hann ekki verið eins. Hann hefur ekki spilað eins og á HM 2014,“ sagði Matthaus.
,,Ég tel að hans pláss í landsliðinu sé horfið. Það skiptir ekki útaf hverju, mér er alveg sama. Ég horfi á fótboltamanninn Mesut Özil og hann spilaði ekki eins og hann hefur gert áður.“