Jorginho, nýr leikmaður Chelsea á Englandi, var frábær fyrir liðið í gær sem mætti Perth Glory frá Ástralíu.
Jorginho var að spila sinn fyrsta leik fyrir Chelsea eftir að hafa komið frá Napoli í sumar.
Þessi skemmtilegi miðjumaður var allt í öllu í gær en hann lék aðeins einn hálfleik í 1-0 sigri Chelsea.
Jorginho náði að snerta boltann 101 sinni í leiknum og átti þá 98 sendingar sem fóru á samherja.
Hann gaf sendingu á liðsfélaga á 27 sekúndna fresti í einum hálfleik sem er ótrúlegt afrek.
Jorginho er þekktur fyrir það að líða mjög vel með boltann en hann spilar sem djúpur miðjumaður.