Loris Karius, markvörður Liverpool, var mikið gagnrýndur á síðustu leiktíð eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid.
Liverpool tapaði úrslitaleiknum 3-1 gegn Real en Karius gerði sig sekan um tvö slæm mistök.
Iker Casillas, fyrrum markvörður Real Madrid, kom Karius til varnar á dögunum og sagði fólki að láta strákinn vera.
Casillas þekkir það vel sjálfur að gera mistök en hann lenti oft í erfiðleikum hjá bæði Real og spænska landsliðinu.
Spánverjinn ákvað að fara svo langt í dag og birti myndband á Twitter þar sem má sjá hans verstu mistök á ferlinum.
Casillas er af mörgum talinn einn besti markvörður sögunnar og biður hann þann sem hefur ekki gert mistök vinsamlegast um að stíga fram.
Færslu hans má sjá hér.
Detrás de cada uno de nosotros, hay una persona. Que levante la mano quien no haya fallado alguna vez. Aprender de nuestros errores nos hará más fuertes y aceptarlos más humanos. #yotambienfallo pic.twitter.com/jwLOdicfTh
— Iker Casillas (@IkerCasillas) 24 July 2018