Ray Parlour, fyrrum leikmaður Arsenal, vonar að liðið muni kaupa meira í sumar og vill enn sjá Unai Emery styrkja vörnina.
Arsenal hefur keypt nokkra leikmenn í sumar en Parlour vill sjá mann eins og Giorgio Chiellini, leikmann Juventus, koma inn í liðið.
,,Arsenal þarf nauðsynlega að bæta vörnina síðan á síðasta tímabili. Það er í fyrirrúmi hjá Emery,“ sagði Parlour.
,,Sokratis voru góð kaup held ég og hann er varnarmaður sem býður ekki upp á neitt kjaftæði. Mjög venjulegur varnarmaður sem minnir á Tony Adams frekar en einhver sem vill spila úr vörninni.“
,,Ég held samt að Arsenal þurfi enn að bæta vörnina, jafnvel eftir að hafa fengið hann og Stephan Lichtsteiner.“
,,Félagið þarf að fá leiðtoga af gamla skólanum, einhvern sem fórnar sér fyrir liðið og heimtar það besta frá liðsfélögunum.“
,,Draumakupin yrðu Giorgio Chiellini þó að hann sé kannski kominn aðeins á seinni árin.“